Skráning í Torfæruklúbbinn er öllum opin sem vilja styðja við íslenska torfæru og láta sig málefni hennar varða. Með skráningu í klúbbinn heimilar þú honum að senda þér árlegan greiðsluseðil fyrir meðlimagjaldi hvers upphæð er ákveðin á aðalfundi ár hvert. Árgjald fyrir 2025 er 5.000 kr. og nýtist í rekstur félagsins t.d. við keppnishald. Þannig styður þú fjárhagslega beint við framgang þjóðaríþróttarinnar með aðild þinni og öðlast jafnframt atkvæðisrétt á aðalfundi.
Skráir þú þig sem Gullbangsa færðu sendan greiðsluseðil að upphæð 30.000 kr. og gerist þar með sérstakur bangsi sem styður afar myndarlega við klúbbinn og færð frítt á allar keppnir sem haldnar eru hérlendis auk fleira góðgætis sem er í pípunum.
Skráir þú þig sem Silfurbangsa færðu sendan greiðsluseðil að upphæð 15.000 kr. og gerist þar með dyggur stuðningsaðili klúbbsins sem fær frítt inn á allar keppnir Torfæruklúbbsins.
Frjáls framlög eru einnig alltaf vel þegin og þakkarverð.
Kennitala 510501-2090
Bankareikningur 0515-26-395555